Norræna skólahlaupið og GÞ - ATH frestað til 23. okt

Norræna skólahlaupið verður haldið í Grunnskólanum á Þórshöfn þriðjudaginn 23. október Allir nemendur skólans taka þátt. Markmiðið er að ná sem bestum sameiginlegum árangri, hlaupa sem flesta km. samtals. 1 - 6. bekkur getur valið um 2,5 og 5 km. hlaup (ákveða vegalengd á þriðjudag fyrir hlaup) 7 - 10. bekkur getur valið er um að hlaupa 2,5 km, 5 km, eða 10 km. (ákveða vegalengd á þriðjudag fyrir hlaup) Að hlaupi loknu verður boði uppá ískalt vatn og ávexti fyrir hlaupagarpa. Endað svo á að allir fara í sundlaugina og mætt í kennslustund kl. 11.10. Nemendur sem kjósa að nýta sér ekki sundferð færu í kennslustund á meðan. Allir nemendur fá viðurkenningarskjal í kjölfarið af hlaupinu sem verður vonandi afhent í vikunni eftir hlaup. Minnum foreldra á að minna börn sín að komi klædd við hæfi þennan dag og með sundföt. Íþróttakveðja Steini

Af vef ÍSÍ

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Markmið -með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:
  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan
Keppni:

Með Norræna skólahlaupinu er keppt að því að sem flestir (helst allir) séu þátttakendur. Þeir skólar sem þess óska geta þó að eigin frumkvæði komið á keppni milli einstakra bekkja, t.d. hvaða bekkur hleypur flesta kílómetra miðað við fjölda nemenda. Einnig mætti koma á keppni milli skóla með svipuðum hætti. Hver skóli sendir ÍSÍ skilagrein um árangur sinn þar sem fram kemur hve margir tóku þátt í hlaupinu og hve langt hver þátttakandi hljóp.

Þátttakendur geta valið hve langt þeir hlaupa þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri og heildarúrslit  birt í fjölmiðlum og send út til skólanna. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Mjólkursamsalan, MS, hefur styrkt útgáfu viðurkenningarskjala á myndarlegan hátt og samstarfsaðili að þessu verkefni er Íþróttakennarafélag Íslands.