Góður samtalsdagur að baki

Þriðjudaginn 3. febrúar var samtalsdagur hjá okkur hér í skólanum. Þá koma nemendur og foreldrar þeirra í skólann og hitta umsjónarkennarana sína og annað  starfsfólk skólans óski þeir þess (tenglar eru frá Heimili og skóla) Þetta var í alla staði góður dagur; Mæting foreldra var í alla staði frábær og fylgdi þeim góður andblær í skólann okkar. Námsmatið okkar er einstaklingsmiðað og byggt á leiðsögn, þannig að það nýtist nemendum okkar í næstu verkefnum þeirra ásamt því að segja hvernig hefur gengið í vetur. Starfsfólk skólans þakkar fyrir sig við vonumst til að samtölin verði gott veganesti í ferðinni um menntaveginn.   Hér má kynna sér Foreldrabanka Heimilis og skóla en þar má kynna sér flest það sem viðkemur foreldrastarfi og skóla.