Fréttir

Samtalsdagur á föstudag, 27.05.16

Á föstudaginn er samtalsdagur hér í skólanum.Þá ræða umsjónarkennarar við nemendur um hvernig hefur gengið í vetur, hvernig markmiðssetningin gekk og þá ekki síður hvernig gekk að ná þeim. Umsjónarkennarar fara yfir félagslegu markmiðin með hverjum og einum nemanda, en félagsfærnin heitir nú samkvæmt Aðalnámskránni - lykilhæfni.
Lesa meira

Skólaslit á laugardag 28.05. klukkan 14:00

því miður er villa í myndinni - en þetta er 28.05
Lesa meira

Þau eru farin út og suður!

Það er varla að maður geti sagt frá því öllu sem er að gerast í skólastarfinu okkar þessa dagana.1.- 4.bekkur þutu út um allan bæ í ratleik í dag í alveg dásamlegu veðri. 8.
Lesa meira

5. og 6. bekkur á faraldsfæti

Þeir hafa verið tíðindasamir síðustu tveir dagarnir hjá 5.og 6.bekk en þau eru í óvenju glæsilegu ferðalagi, enda hafa þau og foreldrar þeirra ásamt umsjónarkennar staðið í ströngum fjáröflunum undanfarið. Krakkarnir hafa fari á minjasöfn, keilu, út í Hrísey, siglt út á Eyjaförðinn og svo átt kósístundir í bústöðum! Til hamingju krakkar með flott skólaferðalag og takk Hilma, Bonní og Ólína fyrir að fara með þeim í allt þetta! Það er nefnilega ekkert alveg sjálfsagt!.
Lesa meira

Þau eru að byrja í skóla!

Á föstudaginn var stór dagur í lífi margra barna hér á Þórshöfn því þau innrituðust í Grunnskólann.10 ára skólaganga er að hefjast.
Lesa meira

Niðurstöður kannana Skólapúlsins

Ýmsar upplýsingar er texti sem birtist hér að ofan á síðunni, en þar er að geyma mikinn fjársjóð! Þar undir má t.d.finna textann ,,Skýrslur skóla" og þar eru niðurstöður kannana Skólapúlsins undanfarin ár. Þar má einnig finna skóladagatal næsta vetrar.
Lesa meira

Verið að undirbúa útilegu

Aldrei leiðinlegt að horfa út um gluggann minn!
Lesa meira

Umhverfisdagur í skólanum

Það er mikið um að vera í skólanum í dag; börn og starfsfólk er á ferð með málningarfötur og pensla með það að markmiði að skreyta bæinn sinn og flikka upp á skólalóð og landnámsmennina okkar sem standa vestan við skólann. Veðrið leikur við okkur, þó hann sé pínu kaldur (en við látum það nú ekki á okkur fá!) Námsmöppur fara heim í dag með 8.
Lesa meira

Heimsókn úttektaraðila

Nú eru hér fulltrúar Menntamálaráðuneytisins með eftirfylgniúttekt á grunnskólanum.Fyrir fimm árum var gerð úttekt á skólanum hér og í kjölfarið unnin umbótaáætlun. Nú er gildistími þeirrar áætlunar búinn og þær Sigríður og Birna eru hér til að meta hvernig skólastarfið gengur og er það lokahnykkur úttektarinnar. Ef þið hafið áhuga, þá hafa þær lausan tíma í dag frá 11:00 og eitthvað framyfir hádegi ef ef þið viljið koma  koma ykkar hugmyndum og athugasemdum, á framfæri við þær. Verið velkomin, Ingveldur, Sigríður og Birna. p.s.
Lesa meira

Flottir kvikmyndagerðarmenn

Barnabókasetur stendur árlega fyrir myndabandakeppni sem ber heitið Siljan, en þar eiga grunnskólanemendur að senda inn myndband sem byggir á bók sem gefin var út árið fyrir keppnina og sama ár. Í ár hrepptu þeir Unnar og Ingimar önnur verðlaun í þessari keppni, með þessu skemmtilega myndbandi. Við þökkum þeim Hilmu og Líneyju fyrir að hvetja nemendur okkar til þátttöku og óskum þeim og strákunum til hamingju með verðlaunin!    
Lesa meira