Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir starfsfólki til starfa við afleysingar

Lykilorð okkar í Grunnskólanum á Þórshöfn eru vinsemd, virðing, vellíðan og virkni. Við leggjum rækt við þessi gildi og leitumst við að laga skólastarfið að þeim. Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólastarfinu. Megináhersla er á fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og samvinnu. Áhugi á lifandi starfi með börnum og fullorðnum er skilyrði og góð færni í samskiptum er öllum þeim nauðsynleg sem starfa við grunnskólann.  Við leitum að: Starfsmanni sem vinnur með nemendum og kennurum á eldra stigi skólans auk þess sem hann sinnir gæslu í frímínútum og hádegi og sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum eru falin og heyra undir verksvið hans. Vinnutími er frá 7:30 – 15:30. Nánari starfslýsingu má nálgast hjá skólastjóra. Um er að ræða starf til 1. apríl 2015. Íþróttakennara í afleysingar frá 15. janúar til 15. febrúar og eftir páska fram til 8. júní 2015. Við óskum eftir umsjónarkennara í 1. og 2. árgangi sem er hluti af kennsluteymi 1.–4. árgangs.  Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 8. júní 2015. Einnig vantar við skólann sérkennara í 50% starf.  Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2015Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 852 6264 eða á netfangið ingveldur@thorshafnarskoli.is Ingveldur Eiríksdóttir skólastjóri