Háskólalestin á Þórshöfn

Á föstudag og laugardag nk mun Háskólalestin koma í Langanesbyggð. Á föstudag munu nemendur í 5.-10.bekk úr Grunnskólanum á Þórshöfn og Grunnskólanum á Bakkfirði sækja sex námskeið hjá lestinni í eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, japönsku, stjörnufræði og vindorku og vindmyllum. Á laugardag býður síðan Háskólalestin öllum íbúum til Vísindaveislu í Þórsveri. Þetta er viðburður sem vert er að líta á - enginn aðgangseyrir - allir velkomnir.