Skólahreysti - myndir

Sú hefð er að skapast hér í Grunnskólanum að foreldrar og nemendur í 5. - 10. bekk skunda til Akureyrar annars vegar til þess að keppa í Skólahreysti og svo hins vegar, sem er ekki síður mikilvægt, til þess að hvetja keppendurna. Við höfum ákveðið að gera bleikan að okkar lit og í ár var farið alla leið! Lukkudýrið okkar sem Hrafngerður á stóran heiður af gerði mikla lukku, en undir niðri þessum bleika glassúr öllum var hann Mansi okkar og var hann ásamt glassúrnum valinn sá allra flottasti úr áhorfendahópnum! Við áhorfendur vorum líka flott, en flottust af öllum voru þau Friðbergur, Álfrún, Erna, Mikki, Heimir Ari og Björg sem þorðu að taka þátt! Varamennirnir okkar þau Heimir Ari og Björg fengu líka dýrmæta reynslu og voru þess albúin að stökkva til ef meiðslu hefðu komið til. Skólahreystisvalhópurinn gistir svo eina nótt í Kjarnaskóg í boði Grunnskólans á Bakkafirði og eiga þar saman frábærar stundir með þeim Steina og Völlu. Það er hópurinn sem gerir þetta kleift - því við verðum sem flest að taka þátt til að hægt sé að velja úr góðum hópi! Allir fyrir einn og einn fyrir alla! Takk allir sem fóru, hvöttu og keyrðu! Takk þið sem kepptuð, gaman verður að fylgjast með á næsta ári - þá verðum við öll reynslunni ríkari og vitum enn betur á hverju við eigum von! Skólastjórinn fór nú í fyrsta sinn til þess að fylgjast með og það verður að segjast að tár féllu af hvarmi, hann var svo óendanlega stoltur af þessu flotta fólki öllu saman! Þið voruð einfaldlega best!