Gleðilegt nýtt ár 2017

Árið byrjar vel og allt komið í fullan gang. Það voru margir sem geyspuðu fyrsta morguninn enda erfitt að vakna aftur snemma eftir svona gott frí. Það er námsmatsvika hjá okkur í næstu viku og kennarar á fullu að undirbúa það. Námsmatið er með ýmsu móti, hvort heldur sem er í formi prófs/könnunar, verkefna, mat á verkefnabókum og vinnu tímum, því best er að námsmatið sé sem fjölbreyttast. Þeir sem eru með námsmatsmöppur sínar enn heima hjá sér mega endilega koma þeim til umsjónarkennara.