Niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins bárust okkur nú í janúar og þar kemur margt jákvætt fram t.d. að nemendur bera traust til kennara sinna og þeim líður vel í skólanum, ánægja af námi hefur aukist, og þau upplifa meiri aga og vinnufrið í tímum. Það sem kemur okkur svolítið á óvart er að nemendur virðast hafa litla trú á eigin getu hvað varðar nám sem er í mótsögn við niðurstöður samræmdra prófa. Meðaltöl úr samræmdum prófum fara hækkandi hér í skólanum og niðurstöðurnar í haust sína að nemendur hér í skólanum eru fyrir ofan landsmeðaltal. Meðaltal á landsvísu er á bilinu 29-31. Nemendur okkar í 7. bekk voru með 30,85 í íslensku og 30,49 í stærðfræði. Í 4. bekk var íslenskan hér í 35,00 og stærðfræðin í 39,00. Við megum því vel við una og nemendur og foreldrar geta verið stoltir og við verðum að vera dugleg að tala upp í krökkunum okkar trú á eigin getu.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is