Slím, myndasögur og vinátturegnbogi

Viðfangsefnið í hringekjunni á yngsta stigi þessa vikuna var að búa til slím, myndasögur og vinátturegnboga.

Myndasögurnar voru þannig gerðar að blaðið gekk á milli nemenda og hver teiknaði eina mynd sem framhald af þeim sem voru á undan, þannig urðu til margar skemmtilegar sögur sem sagðar voru þegar búið var að teikna í alla reitina.