Þetta er "Vellíðunar vagninn" okkar. Hann notum við þegar við setjum upp heilsulind inni í kennslustofu.
Mánaðarlega fá nemendur í 5. og 6. bekk 80 mínútna vellíðunartíma. Þá er sett upp heilsulind í bekkjarstofunni þeirra þar sem nemendur geta farið í fótabað og fengið fótanudd, andlitsnudd, höfuðnudd, handanudd og lökkun. Nemendur skiptast á að gefa og þiggja dekur hver frá öðrum.
Við setjum róandi tónlist á, dempum ljósin og kveikjum á kertum, þannig náum við fram notalegri og róandi stemningu.
Markmiðið er að styrkja tengsl, auka virðingu og umhyggju á milli nemenda og að auka vellíðan :)
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is