Valönn þrjú

Þriðjudagar eru valdagar hjá nemendum í 7.-10.bekk. Við skiptum vetrinum í fjórar valannir og stendur hver önn í átta vikur. Í dags hófst valönn þrjú. Á valönnum rúlla fjórar námsgreinar hjá okkur sem kallast bundið val, þ.e. Heimilisfræði, íþróttir, verkleg náttúrufræði og list- og verkgreinar. Á þessari valönn verður 7.bekkur í íþróttum, 8.bekkur í heimilisfræði, 9.bekkur í verklegri náttúrufræði og 10.bekkur í list- og verkgreinum.

Valgreinar sem nemendur gátu valið á milli og eru í boði á þessari önn eru Olíumálun, prjón, hnýtingar, skotboltaleikir, demantamyndir, fatasaumur, stuttmyndagerð, leikskólinn Barnaból, aðstoðarþjálfari hjá UMFL, heimanám og píla.