Útidagur

Þórhallur og Hallveig komu hjólandi úr sveitinni enda hjóladagur í dag!
Þórhallur og Hallveig komu hjólandi úr sveitinni enda hjóladagur í dag!

Í morgun komu um helmingur nemenda hjólandi í skólann því í dag var sérstakur útidagur. Þau Hallveig og Þórhallur létu það ekki stoppa sig að búa í rúmlega 8 km fjarlægð frá skólanum, þau komu líka hjólandi!

Það var eitt og annað skemmtilegt brasað úti. Lögreglan kom til okkar og skoðaði reiðhjól nemenda og voru nemendur ánægðir með að fá límmiða frá lögreglunni á nýskoðuð hjólin sín. Við þökkum Steinari vel fyrir komuna.

Nemendur gengu um ákveðin svæði í bænum og týndu rusl. Við grilluðum pylsur í hádeginu og borðuðum öll saman úti. Við störtuðum hreyfiviku UMFÍ með ýmsum leikjum og æfingum, m.a. plankakeppni meðal starfsmanna. Frjáls leikur fékk líka gott pláss og voru m.a. dregnir út húlahringir, krítar og boltar. 

Hér eru myndir frá útideginum.