Í dag er stýrihópur á vegum Eyþings að funda með ungu fólki á svæðinu. Meginmarkmið er að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmiðið er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu.
Vinnuhópar sem fjalla um heimsmarkmiðin, við hvað tengja ungmennin og hvað myndu þau vilja þróa í eigin verkefni? Meira um heimsmarkmiðin má sjá á síðunni heimsmarkmiðin.is
Þar á Grunnskólinn á Þórshöfn fimm glæsilega fulltrúa úr 9. og 10. bekk. Að þessu sinni eru það Alexandra Heiða Jóhannsdóttir 9. bekk, Berghildur Ösp Júlíusdóttir 10. bekk, Katrín Rúnarsdóttir 9. bekk, Ólafur Ingvi Sigurðsson 9. bekk og Unnar Gamalíel Halldórsson 10. bekk sem eru okkar fulltrúar og erum við sannarlega stolt af þeim.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is