Tónlist fyrir alla kemur til Þórshafnar

Miðvikudaginn 9.september kl. 8:30 - 9:15 fáum við heimsókn frá hljómsveitinni Skuggamyndir frá Býsans á vegum verkefnisins "Tónlist fyrir alla". Farið er í ferðalag til Balkanlandanna með hljómsveitinni. Við heyrum tónlist frá nokkrum löndum Balkanskagans og með hjálp tölvutækni og myndvarpa lærum við um þjóðfána, staðstningu og höfuðborgir landanna. Tónlistarflutningurinn er skreyttur með fallegum myndum frá löndunum og við kynnumst líka sumum af þeim hljóðfærum sem þjóðlagatónlistarmenn frá svæðunum leika á. Staldrað verður við í Króatíu, Bosníu-Hersegóvínu, Serbíu, Makedóníu, Albaníu, Grikklandi, Búlgaríu og Tyrklandi. Hér má finna hlekki inn á youtube.com þar sem má heyra dæmi um tónlist frá Skuggamyndum. https://m.youtube.com/watch?v=FOMmKGF1OUs https://m.youtube.com/watch?v=x2fFKw1DQWg