Þróunarverkefnið Það vex sem að er hlúð hlaut styrk upp á 1.590.000 kr frá Sprotasjóði.
Verkefnið gengur út á það að efla félags- og tilfinningaþroska nemenda við Grunnskólann á Þórshöfn. Festa á í framkvæmd að félags- og tilfinningafærni sé kennd með beinum hætti og leggja áherslu á andlega vellíðan barna ásamt líkamlegri og félagslegri vellíðan þeirra.
Markmiðin eru:
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra bauð styrkþegum Sprotasjóðs skólaárið 2023-2024 til móttöku í ráðuneytinu. Okkur fannst vel við hæfi að biðja Jóel Sæmundsson að fara fyrir okkar hönd og veita styrknum móttöku. Jóel er fyrrum nemandi Grunnskólans á Þórshöfn og kemur reglulega til okkar og kennir leiklist og tjáningu.
Hér er listi yfir þau verkefni sem hlutu styrki
Nafn verkefnisins er tekið upp úr ljóðinu Mitt Faðirvor eftir Kristján frá Djúpalæk.
Mitt faðirvor
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Þar einn leit naktar auðnir
sér annar blómaskrúð.
Það verður sem þú væntir.
Það vex sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt
og búast við því bezta
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hvert mitt spor:
Fegurð, gleði, friður -
mitt faðirvor.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is