Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að
Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar
Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra (af vef MMR).
Þess má geta að Grunnskólinn á Þórshöfn nýtir Byrjendalæsi í sinni læsiskennslu og hefur aðferðin nýst okkur vel á síðustu þremur árum. Læsi hefur stórbatnað í yngstu árgöngum og verulegar framfarir má sjá ár frá ári!
Við erum stolt af árangri okkar!
Hér má finna lag Bubba sem Ingó Veðurguð syngur
https://youtu.be/UMqi4FRTE4Y