Mánudaginn 26. maí 2014 fóru 6.- 7.- og 8. bekk í göngu um Rauðanesið í Þistilfirði.Gangan var fyrsta verkefni vorferðalags krakkanna. Veðrið lék við hvurn sinn fingur og krakkarnir sem fæstir höfðu komið í Rauðanesið fyrr nutu ferðarinnar. Um kvöldið var grill, varðeldur á miðnætti, sykurpúðar og draugagangur! Sem sagt ekkert slegið af! Morguninn eftir var húslestur, þar sem lesið var upp úr bókinni Þistlar, fyrir valinu urðu sögurnar um Hvammsundrin og Sólveigu frá Svalbarði. Dásamlegt að sjá hvað allir sátu agndofa yfir lestrinum. Ekki var slegið af heldur var land lagt undir fót á ný og stefnan tekin í Fjallalækjarsel. Ina var búin að útbúa ýmsar þrautir sem krakkarnir leystu á leiðinni. Tekið var á móti hópnum með heimabakkelsi, ávaxtasafa og kaffi. Þegar allir höfðu nært sig og fengið viðurkenningar frá Inu þá var haldið í fjárhúsin og heimsóttar voru bæði kindur og geitur. Niðurstaðan, lömb eru falleg, en kiðlingar eru krúttkögglar!
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is