Starf skólaliða laust til umsóknar

 Við auglýsum eftir skólaliða í hlutastarf við Grunnskólann á Þórshöfn frá 15.ágúst 2023 til 31.maí 2024.

Helstu verkefni skólaliða eru: 

• Að sjá um daglega ræstingu og halda hreinu og snyrtilegu húsnæði skólans og lóð samkvæmt nánari verklýsingu.

• Að fylgjast með nemendum í frímínútum og öðrum hléum milli kennslustunda úti og inni, á göngum og í búningsklefum. Að aðstoða þá í leik og starfi og leiðbeina þeim í umgengni og samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsmenn skólans.

• Að veita fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum.

• Að gera húsverði viðvart um allar bilanir, sem vart verður við og einnig ef efni eða áhöld vantar til ræstinga.

• Að sinna öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri felur þeim og fellur undir skólastarf án þess að vera kennsla.

 

Umsóknir óskast sendar á netfangið  hilma@thorshafnarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 13.ágúst 2023