Stærðfræði rokkar!

Sigurlið ratleiksins! Gunnar, Tinna, Halldóra, Ari, Rúnar og Dögun. Á myndina vantar Gabrielu.
Sigurlið ratleiksins! Gunnar, Tinna, Halldóra, Ari, Rúnar og Dögun. Á myndina vantar Gabrielu.

Dag stærðfræðinnar  héldum við hátíðlegan síðastliðinn föstudag. Það voru nemendur í 10.bekk ásamt starfsfólki grunnskólans sem skipulögðu dagskrána. Nemendur í 10.bekk útbjuggu ratleit um bæinn þar sem þátttakendur áttu að leysa stærðfræðidæmi, Skipt var í hópa þar sem nokkrir foreldrar og nemendur af hverju stigi voru í hverjum hóp. Allir fengu dæmi við sitt hæfi á hverri stöð. Nemendur úr 10.bekk voru á stöðvunum til aðstoðar og ekki síst til að passa upp á að þau eldri leystu ekki dæmin fyrir þau yngri :) Hægt var að næla sér í bónusstig á leiðinni með ýmsum uppákomunum, t.d. að faðma fólk og gera ýmiskonar góðverk.  

Í skólastofunum voru tæki og tól úr snjallkistunum til sýnis og prufu ásamt þrívíddar teikningu, svo foreldrar fengu tækifæri til að prófa það sem nemendur fást við í stærðfræði, tæknimennt og rafmagnsfræði. 

Myndir

Við þökkum nemendum í 10.bekk sérstaklega fyrir skemmtilegan ratleik og flott skipulag.

Við erum svo ánægð með hvernig til tókst að við ætlum að endurtaka leikinn að ári!