...og nokkrar umræður um veður og færð, einkenna skólastarfið í dag. Samkvæmt samtali við veðurfræðing gæti dúrað eilítið um tvöleytið í dag og foreldrar verða þá að meta hvort í lagi sé að sækja börnin í skólann. Ef fólk telur að betra sé að börnin séu í skólanum verða þau hér eins lengi og þurfa þykir. Hér eru til mandarínur og annað góðgæti svo við erum bara í góðum málum, margar stofur sem hægt er að skreyta! Varðandi skólaakstur er útlitið ekki sérlega gott og sumir eru komnir með næturgistingu og er líklega vænlegur kostur. Staðan verður tekin með aksturinn er líða tekur á daginn, en engum verður stefnt út í óvissuna. Vonandi gengur svo veðrið niður og vegagerðin geti hafið störf við að opna helstu leiðir. Hér er tilkynning frá veðurfræðingi af vef vegagerðarinnar:
11:30 Lægðin krappa og djúpa hægir ferðina og tekur slaufu úti fyrir Langanesi í dag. Illviðrið austan- og norðaustanlands nær hámarki að öllum líkindum yfir miðjan daginn og síðdegis byrjar að slá á mesta vindinn. Áfram verður þó hvasst til kvölds. Hviður allt að 40 m/s í fjarðarbotnum frá Hamarsfirði og austur á Borgarfjörð. Norðustanlands verður einnig hríðarveður með þessari vestanátt a.m.k. fram eftir eftir degi, en nokkur óvissa hve víða hríðarbakkinn nær inn á Norðurland, þar sem hann fylgir ferðum lægðarinnar.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is