Grunnskólinn á Þórshöfn verður settur mánudaginn 23.ágúst kl.12.00 í grunnskólahúsnæðinu.
Við höfum ákveðið að takmarka fjöldann eins og við getum og bjóða aðeins forráðamönnum nemenda í 1.bekk og annarra nýrra nemenda að koma á setninguna.
Ef einhverjir aðrir nemendur treysta sér ekki einir þá eru forráðamenn að sjálfsögðu velkomnir með.
Á mánudag munu nemendur m.a. fá afhentar skólareglur á blaði til að fara með heim og lesa yfir með forráðamönnum áður en skrifað er undir og skilað inn til umsjónarkennara.
Nemendur mæta í sínar bekkjastofur kl.12.00. Við tökum á móti nemendum í anddyrinu og vísum veginn ef einhver er óviss um hvert á að fara.
Grillaðar verða pylsur í boði foreldrafélagsins og gerum við ráð fyrir að nemendur séu búnir um kl. 13.00.
Það verða skólabílar þennan dag.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is