Skólapúlsinn: Mikil ánægja foreldra með skólamáltíðir
01.04.2015
Karen Rut matráður á svo sannarlega skilið að fá rós í hnappagatið fyrir hennar góða mat!
Eitt af matstækjum Grunnskólans á Þórshöfn er Skólapúlsinn. Skólapúlsinn er lagður fyrir í flestum grunnskólum landsins. Nemendur svara könnunum tvisvar sinnum á ári, í október og apríl, foreldrar svara könnun í febrúar og starfsfólk skólans svarar könnun í mars.
Þar sem sömu spurningar eru lagðar fyrir í mörgum skólum fæst ómetanlegur samanburður en einnig fæst góður samanburður á milli ára innan hvers skóla. Skólapúlsinn er nú lagður fyrir þriðja árið í röð.
Ein af spurningunum sem foreldrar svara er hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með skólamáltíðirnar sem börnin fá. Niðurstöðurnar í ár eru vægast sagt glæsilegar og mikinn heiður sem Karen Rut Konráðsdóttir á skilinn fyrir slíkan herramannsmat sem hún reiðir fram.
Eftirfarandi myndir sýna vel þá ánægju sem ríkir með mötuneytið, en þar kemur m.a. að Karen og maturinn hennar er í öðru sæti á landsvísu!
Til hamingju Karen og við öll með hennar góða mötuneyti.