Hluti af innra mati skólans eru reglulegar kannanir Skólapúlsins. Þessar kannanir eru lagðar fyrir nemendur í 2.-10.bekk einu sinni á önn og eru niðurstöður settar myndrænt upp þar sem sjá má samanburð á milli ára og hvar við stöndum varðandi landsmeðaltal.
Niðurstöður frá október könnun er hér á heimasíðunni okkar
Við erum sérstaklega ánægð með hvað vinnan við að innleiða leiðsagnarnám hefur skilað sér. Hér eru niðurstöður úr 6.-10.bekkjar könnun frá október, rauða línan á myndinni er landsmeðaltal, ljósgráir punktar eru aðrir skólar og dökkgrái punkturinn er skólinn okkar:
Nemendur okkar upplifa jákvæðan aga, þau eru virk í tímum og þau upplifa gott samband á milli þeirra og kennara:
Myndir úr 6.-10.bekkjar könnun:
Hér er sýnishorn úr niðurstöðum könnunar hjá 2.-5. bekk, ánægjulegt að sjá hvað þau eru ánægð með skólann og líður vel og hvað þau hafa gaman af lestri:
Fremst í skjölunum er yfirlit yfir alla matsþætti, þar viljum við hafa græna litinn.
Við höldum áfram að gera okkar allra besta við að viðhalda því sem gengur vel og efla það sem vantar uppá.
6.-10.bekkur, "Breyting" er breyting frá síðustu könnun innan okkar skóla. "Mismundur" er hvar við stöndum miðað við landsmeðaltal.
2.-5.bekkur
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is