Samtalsdagur miðvikudaginn 17. september

Á miðvikudag verður ekki kennsla í skólanum, heldur er þá samtalsdagur nemenda, foreldra og umsjónarkennara. Vinsamlegast athugið þó, að heimanámstímar verða með sama sniði og venjulega, þ.e.a.s. klukkan 13:30 fyrir þá sem það vilja. Foreldrar ská sig í samtöl í gegnum Mentor en sú aðferð reyndist mjög vel í fyrra. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna hér.  Hægt er að skrá sig í samtal fram á þriðjudagskvöld. Nokkur undirbúningur er fyrir samtalið en gögn þar um fara heim á mánudag. Einnig má finna frekari upplýsingar á Samskiptatorgi Mentors. Vinsamlegast snúið ykkur til umsjónarkennara barnsins ykkar ef eitthvað er óljóst, þið komist ekki þennan dag, eða með aðrar fyrirspurnir.