Samtalsdagur á föstudag, 27.05.16

Á föstudaginn er samtalsdagur hér í skólanum. Þá ræða umsjónarkennarar við nemendur um hvernig hefur gengið í vetur, hvernig markmiðssetningin gekk og þá ekki síður hvernig gekk að ná þeim. Umsjónarkennarar fara yfir félagslegu markmiðin með hverjum og einum nemanda, en félagsfærnin heitir nú samkvæmt Aðalnámskránni - lykilhæfni. Það verður því svolítið annað form á mati félagslegra markmiðanna. Vonandi ná foreldrar að kynna sér námsmatið vel, mikil vinna hefur verið lögð í að meta hvert og eitt barn einstaklingslega útfrá þess markmiðum, styrkleikum og næstu skrefum í náminu. En til þess að samtalið geti átt sér stað þarf að bóka samtal. Það er gert í Mentor og munið að þeir sem eiga börn í tónlistarskólanum þurfa líka að hitta Ragnar til skrafs og ráðagerða. Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g&feature=youtu.be ATH að skrolla þarf niður fyrir fréttalistann/tilkynningalistann til hægri á síðunni.