Í dag undirrituðu nemendur umhverfissáttmála skólans. Allir nemendur fengu tækifæri til að koma með tillögur að sáttmála, settan upp sem orð, setning, ljóð eða lag. Kosið var inni í hverri bekkjadeild fyrir sig um þrjár tillögur sem fóru áfram í lokakosningu í öllum bekkjum.
Þær tillögur sem kosið var um í öllum bekkjum voru þessar:
1. Heimurinn (Rapp)
Heimurinn er okkar, heimurinn rokkar.
Ekki henda rusli, bara í ruslatunnu.
Dýrin verða að lifa, ekki deyja.
Gras grær, gras gras grær.
Þið megið halda áfram að spila fótbolta en ekki með plastbolta.
Náttúran er okkar, já hún er okkar!
Þú mátt fara plast, en og þú líka drasl.
Tré gróa, tré gróa, tré gróa.
Hey plast, loftið er okkar en ekki þitt,
þú mátt eiga þig en ekki mig.
Ekki keyra bíl, bara labba, ekki eyða peningum, bara spara.
Náttúran er okkar, já hún er okkar !!!
2. Rusl í fötu en ekki á götu.
3. Passið dós hún fer til sjós.
4. Minni dósir, fleiri rósir.
5. Ekki henda, bara vernda.
6. Náttúran er ekki ruslatunna!
7. Muna að plokka og ruslið flokka.
8. Verum græn og umhverfisvæn.
9. Grænn.
10. Grænn er nýi svarti, verum græn.
11. Grænn er bros náttúrunnar, verum græn.
Sú tillaga sem flest atkvæði fékk var "rusl í fötu en ekki á götu."
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is