Plastpokalausa vikan skilar árangri!

Í vor unnu nemendur GÞ heilmikið að sjálfbærni með því að rannsaka plast, tína plast, minnka plastnotkun, endurvinna plast og fræðast um plast! Niðurstaðan var sú að plast er hinn mesti skaðvaldur í náttúrunni og mikilvægt að bæði minnka nokun á því og vera dugleg að koma því í endurvinnslu. Hallgrímur verslunarstjóri í Samkaupum sagði nú á dögunum að sölutölur yfir plastpoka hefðu lækkað um nokkur prósent nú í vor og er það afar gleðilegt! Við minnum á fjölnota poka leikskólans sem fást í búðinni og hvetjum ykkur til þess að geyma þá í bílnum eða veskjunum ykkar - hver poki sem ekki er keyptur - þýðir einum poka minna í umferð! Leggjums á eitt. Hér fylgir með tengill á viðtal um hvernig við getum haft áhrif á umbúðamenninguna sem tröllríður öllu! http://www.frettatiminn.is/daegurmal/engin_geimvisindi_ad_minnka_plastnotkun/?fb_action_ids=10152376618008280&fb_action_types=og.likes&fb_ref=.U5LpqAnFvrU.like