Nú eru starfsmenn Grunnskólans á fullu við það að hanna búninga fyrir öskudaginn, enda styttist óðum í þann skemmtilega dag. Kennsla verður með hefbundnum hætti til hádegis á öskudag þann 5. mars, en þó má búast við að boðið verði upp á andlitsmálningu og auðvitað mæta allir í grímubúningum í skólann þennan dag. Hádegisverður verður í boði fyrir áskrifendur. Hefð hefur verið fyrir því að hátíð sé í Þórsveri eftir hádegi á öskudag.Vetrarfrí hefst eftir hádegi og við munum hittast hress mánudaginn 10. mars.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is