Orgelkrakkar

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir kom með áhugaverða og skemmtilega vinnustofu til okkar í dag sem kallast Orgelkrakkar en þar fengu nemendur að setja saman lítið pípuorgel frá grunni. 

Sjá myndir

 Sjá nánari lýsingu: 

"Orgelkrakkar er listgjörningur sem samanstendur af byggingarlist og tónlistarflutningi. en um stórfróðlegt og skemmtilegt verkefni er að ræða sem getur höfðað til breiðs aldurshóps og hefur notið mikillar velgengni í Evrópu undanfarin ár. 

Orgelið sem um ræðir og notað er er afar einfalt að gerð, lítið og nett og stærðin passar ca. átta ára barni. Það kemur í kassa sem er 80x40x40 cm, er ca. 50 kíló og er til þess gert að taka í sundur og setja saman aftur. Svona eins og úr legó eða trékubbum. Það passar á venjulegt borð og það tekur u.þ.b. 40 mínútur fyrir lítinn hóp að setja það saman. Það hljómar þegar blásið er lofti í það með belgjum, sem börn eða fullorðnir geta stjórnað og hægt er að spila á það.  Orgelið á uppruna sinn í Hollandi og var smíðað af orgelsmiðunum Verschueren Orgelbouw. Það var afhent í október og er eina sinna tegundar hér á landi. Heimasíða þess er www.orgelkids.nl. "

Orgelkids, how kids can build a real pipe organ HD - YouTube