Olweusaráætlunin fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir

Olweusaráætlunin fagnar um þessar mundir,  áratuga starfssemi sinni á Íslandi. Af þessu tilefni verður haldin ráðstefna föstudaginn 22. nóvember og mun Vilborg Stefánsdóttir sækja hana fyrir okkar hönd. Einnig sækir hún fræðslufund Olweusaráætlunarinnar fimmtudaginn 21. nóvember. Dagskrá þingsins er afar áhugaverð. Meðal erinda í sal klukkan 9-12: „Við höfum gengið til góðs.“ Olweusaráætlunin í áratug. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar á Íslandi og Reidar Thyholdt, framkvæmdastjóri Olweus International. "Ég held að lífið væri auðveldara ef maður væri strákur." Erfið samskipti og einelti stúlkna Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Helga Halldórsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi. Unnið verður í málstofum eftir hádegi þar sem til umræðu verða efni tengd erindum sem flutt voru fyrir hádegi auk nýrra viðfangsefna. Gert ráð fyrir a.m.k. tveimur lotum eftir hádegi. Í málstofum eftir hádegi, m. a.: 1) Hvað má læra af Olweusarverkefninu? 2) Erfið samskipti og einelti stúlkna: hvað er hægt að gera? 3) Rétt vinnubrögð í eineltismálum. 4) Olweus í leikskóla, framhaldsskóla og fyrirtæki. 5) Olweus og vinaliða- og vinaverkefni  í Skagafirði. 6) Hvernig tökum við á móti nemendum á unglingastigi og í hvaða hlutverki eru foreldrarnir – vesturbær Reykjavíkur 7)  Sáttmáli gegn einelti (í Vestmannaeyjum). 8) "Virkni og þátttaka" Niðurstöður eineltiskönnunar: kallað eftir tillögum nemenda til úrbóta (í Þelamerkurskóla). 9) "Olweus undir Jökli" Foreldrastarf frá hausti og þemavikur gegn einelti – í Grunnskóla Snæfellsbæjar