Tíu skóladaga í desember opnum við nýjan glugga í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna og horfum á myndbönd frá börnum víðs vegar um heiminn.
Á sama tíma og nemendur fá innsýn og þekkingu á aðstæðum barna í öðrum löndum læra þau einnig að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.
Nemendur geta safnað framlögum með því að aðstoða heima fyrir, setja pening í sérumslag sem allir hafa fengið og koma með í skólann.
Öll framlög sem safnast í ár fara til Tulu Moye í Eþíópíu og verða notuð til að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is