Á morgun munu þau Nik og Vilborg fylgja góðum gestum okkar til Keflavíkur í flug og lýkur þar með þessari góðu heimsókn sem hefur varað í rúma viku. Að baki er frábær tími og við í skólanum erum afar stolt af því hvernig hefur tekist til! En því miður verður fjarvera þeirra Nik og Vilborgu til þess að kennsla fellur niður hjá 5. - 6. bekk, eftir hádegi á mánudag og þriðjudag, 15. og 16. september. Vonandi geta krakkarnir nýtt þann tíma vel, til dæmis má alltaf lesa og reikna! Það er nú ekki leiðinleg iðja!
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is