Í dag, 2. september velja nemendur sér valgreinar. Hver nemandi er í 4,5 - 6 kennslustundum á viku í vali. Valannir eru 3. Því miður er það svo að nemendur fá ekki alltaf þær valgreinar sem þau helst vilja en reynt er að koma til móts við nemendur þegar þeir fá ekki það sem þeir helst vilja. Við erum óskaplega stolt af valinu okkar og teljum að hér sé ótrúlega margt í boði, og kennarahópurinn okkar sé í meira lagi hæfileikaríkur að geta boðið upp á allt það sem hægt er að velja á milli. Það er sérlega ánægjulegt að nemendur Grunnskólans á Bakkafirði eru með í vali og kennarar þar sinna sömuleiðis valgreinakennslunni! Nemendur í 7.-10 árgangi eru í vali. Meðfylgjandi er valbæklingur nemenda og það er um að gera fyrir foreldra að hafa áhrif á val barnanna sinna því hér er um að ræða stóran hluta af námi þeirra. Valbók nemenda haust 2014
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is