Það var margt að sjá á leið miðstigsins eftir Langanesveginum í morgun. Meðal annars komu krakkarnir auga á gæsahreiður, með þremur eggjum í og einum steini! Til hvers ætli steinninn sé hafður með? ...kannski hitnar hann vel og vermir eggin? En krakkarnir sáu líka fleira! Rusl af ýmsum toga, öxul, rafgeymi, plast og sígarettupakka! Þetta var allt tekið til handagagns og verður sett í ruslahauginn okkar hér við skólann! Hversu stór verður hann eiginlega á endanum? Niðurstaða krakkanna er að minnsta kosti sú að nú þurfum við eitthvað að breyta háttum okkar svo jörðin okkar verði betri fyrir komandi kynslóðir.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is