Náttfatadagur á mánudaginn í tilefni af stóra upplestrardeginum

Á mánudaginn er „stóri upplestrardagurinn“. Hann er fyrsti dagur Norrænu bókasafnavikunnar og kl. 9 á mánudagsmorguninn verður lesið á sama tíma á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, sömu textar á mismunandi tungumálum. Þetta er ekki í útvarpinu en það er líka hægt að hlusta á Ævar vísindamann í beinu streymi frá Norræna húsinu klukkustund síðar, kl. 10 þennan sama mánudagsmorgunn. Upplestrarbækurnar í Dagrenningu eru „Vöffluhjarta“ fyrir börnin og fyrir unglinga er færeyska bókin „Skrifa í sandinn.“ Þema Norrænu bókasafnsvikunnar að þessu sinni er vináttan á Norðurlöndunum.

Í tilefni af þessum degi stendur Aldan, nemendafélagið okkar fyrir náttfatadegi og nemendur í 1. - 4. bekk mega koma með bangsana sína í skólann!

skrifa í sandinnvöffluhjarta