Í dag er málþing í Reykjavík um einelti í tilefni af afmæli Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Þar er meðal annars fjallað um einelti á með
al stúlkna og þann vanda sem minnkandi félagsfærni hefur á samskipti barna og unglinga. Grunnskólinn á
Þórshöfn vinnur eftir Olweusaráætluninni og nýtir ART til þess að vinna með og auka félagsfærni nemenda sinna. Sérstakt námsmat er í gangi varðandi félagslega færni og því má segja að starfsfólk skólans sé vel með á nótunum, varðandi þann vanda sem einelti og skortur á félagsfærni getur leitt af sér.
Frétt visis.is um einelti á meðal stúlkna
Viðtal við Húgó heitinn Þórisson um einelti og nauðsyn þess að kenna börnum að setja sig í spor annarra.
Bæklingur um ART