Listsköpun með Ævari Þór

Skapandi skrif með Ævari Þór fóru fram mánudag og þriðjudag hjá nemendum á elsta stigi en þar var unnið með þjóðsögur, orðaforða, uppbyggingu sögu og boðskap. 

Nemendur voru að vonum ánægðir með þennan skemmtilega gest.  Ævar heilsaði upp á alla bekki og smelltum við myndum af öllum hópum með honum.