Kamilla Gylfadóttir kom með skemmtilegt listfræðsluverkefni til okkar fyrsta dag októbermánaðar. Verkefnið byggir á Morse-kóða kerfinu og táknfræði tíbetsku bænafánanna og fengu nemendur á miðstigi að búa til þeirra eigið táknkerfi til að skapa samtal við náttúruna.
Nemendur ákváðu í sameiningu hvað þeir vildu segja við náttúruna og varð niðurstaðan "kældu þið aðeins". Allir fengu að skreyta nokkra fána og voru þeir svo límdir upp á band samkvæmt Morse-kóða kerfinu.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is