Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi og hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.
Grunnskólinn á Þórshöfn:
Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Unnið er eftir agastefnunni Jákvæður agi, skólinn tekur þátt í verkefunum Heilsueflandi grunnskóli og Grænfáninn. Unnið er í anda lærdómssamfélags og er innleiðing á leiðsagnarnámi nú á þriðja ári. Í Grunnskólanum á Þórshöfn eru 57 nemendur.
Lausar stöður til umsóknar:
Afleysing í eitt ár í íþróttum á yngsta stigi og faggreinakennsla á öllum stigum. (100%)
Kennsla í list- og verkgreinum á öllum stigum (100%)
Stoðkennsla (50%)
Sundkennsla (hlutastarf)
Menntunar- og hæfniskröfur:
Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
Umsóknarfrestur er til og með 10.mars 2025 og er ráðið í stöðurnar frá 1.ágúst 2025.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans, grunnskolinn.com
Umsókn um starf skal senda á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is
Hilma Steinarsdóttir
Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn
Sími 468-1164
Netfang hilma@thorshafnarskoli.is
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is