Lausar stöður

Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi og hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf kennara
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Góð íslenskukunnátta

 

Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fá notið sín. Okkur vantar kennara í íþróttum, list- og verkgreinum, heimilisfræði og raungreinum. Ráðið er í stöðurnar frá 1.ágúst 2022.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2022 og skal með umsóknum fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsókn sendist á netfangið hilma@thorshafnarskoli.is 

 

Hilma Steinarsdóttir

Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn

Sími 468-1164

Netfang hilma@thorshafnarskoli.is