Krakkaspjall

Nemendur á yngsta- og miðstigi taka þátt í námskeiðinu Krakkaspjall í vetur. Námskeiðið samanstendur af 10 umræðu- og samskiptafundum þar sem nemendur og samræðustjóri taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.  

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um innri og ytri styrkleika, farið í hópeflisleiki og fjallað um vináttu og samskipti. Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum.

Nemendur í 1.-5.bekk hafa lokið sínum námskeiðum og eru nemendur í 6. og 7.bekk hálfnaðir með sitt námskeið.

Kennarar og nemendur á yngsta stigi gerðu þetta skemmtilega myndband eftir að þeir luku sínum námskeiðum. Sjá hér.