Jólastöðvar

Jólastöðvum er lokið þetta árið og á morgun munu nemendur og starfsfólk eiga góða stund saman á stofu jólum. Eftir stofu jólin borðum við öll saman hátíðarverð í skólamötuneytinu. Að því loknu eru nemendur okkar komnir í jólafrí :)

Við þökkum fyrir komuna í dag í fjölskyldukaffið og þökkum nemendum í 5., 6. og 9.bekk fyrir góðar smákökur sem krakkarnir bökuðu í heimilisfræði.

Við þökkum einnig nemendum 7. bekkjar fyrir upplestur á jólasveinavísum í dag.

Hér eru nokkrar myndir af jólaföndrinu í ár

Á nýju ári hittumst við  hress föstudaginn 3. janúar!