Jólapappírssala 5. og 6. árgangs um mánaðarmótin

Nú um mánaðarmótin ætla nemendur í 5. og 6. árgangi að selja jólapappír og mun hagnaðurinn renna í ferðasjóð nemenda en markmiðið er að fara í skemmtilega náms og skólaferð í vor. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja krakkana eru hvattir til þess að geyma jólapappírskaupin þangað til! Pakkningarnar kosta 2000 krónur, með fjórum rúllum í, böndum og slaufum, með fyrirfram þökk, krakkarnir í 5. og 6. bekk og Ingveldur.