Þessi póstur kemur frá skóla í Portúgal og fer eins og eldur í sinu um Danmörku og Sviþjóð. Þýtt yfir á íslensku og setur uppeldi barna, nám þeirra og hlutverk foreldra og skóla í gott samhengi. Góð áminning ! Kæru foreldrar við minnum ykkur á eftirfarandi: • Það er heima sem börn læra töfraorðin gjörðu svo vel, afsakið, viltu vera svo væn(n) og takk. • Það er einnig heima sem börn læra að vera heiðarleg, stundvís, segja satt, vera iðin og sýna samstöðu. • Heima læra þau einnig að bera virðingu fyrir vinum sínum, þeim sem eldri eru og öllum kennurum. • Heima lærir barnið þrifnað, að tala ekki með fullan munninn og að henda ekki rusli úti í náttúrunni eða á gólfið. • Heima lærir maður einnig að skipuleggja sig, passa eigur sínar og virða eigur annarra. Hér í skólanum kennum við íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, lífsleikni, náttúrufræðigreinar, mynd- og handmennt, ensku, dönsku, íþróttir, heimilisfræði o.fl. Í skólanum er stutt við uppeldi foreldra en foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is