Hátíð í tilefni af degi íslenskrar tungu

Á mánudaginn, 25. nóvember klukkan 17:00 er hátíðardagskrá í tilefni af degi íslenskrar tungu á vegum skólans. Hátíðin verður í Þórsveri og munu nemendur flytja þar ýmiskonar tónlistaratriði, upplestur og dans. Allir nemendur skólans koma að dagskrá hans og fá að láta ljós sitt skína. Þessi dagur er tvöfaldur skóladagur og því eiga allir nemendur að mæta bæði að morgni og aftur klukkan 17:00. Boðið verður upp á kaffi og með'í og vonumst við til þess að sjá sem flesta njóta þess sem nemendur okkar hafa fram að færa!