Grunnskólinn á Þórshöfn auglýsir eftir skapandi og kraftmiklum einstaklingum til starfa. Í boði eru fjölbreytt störf sem henta bæði körlum og konum.
Við leitum eftir sjálfstæðum einstaklingum sem hafa
áhuga á því að setja mark sitt á skólabraginn, vinna með börnum og fullorðnum og geta unnið sjálfstætt.
Lykilorð okkar í GÞ eru
vinsemd, virðing, vellíðan og virkni en þessi gildi leggjum við rækt við og leitumst við að uppfylla. Starfsfólk skólans hefur sinnt fjölbreyttu þróunarstarfi á liðnum árum og leggur áherslu á virkni og hlutdeild allra í skólabragnum. Áherslan er í skólastarfinu er á fjölbreytta kennsluhætti, eflingu læsis, félagsfærni (ART) og
samvinnu allra í skólanum, jafnt nemenda sem fullorðinna.
Við óskum eftir
umsjónarkennara í 1. - 2. árgangi. Kennarinn yrði hluti af kennsluteymi 1. – 4. árgangs. Viðkomandi skal hafa kennsluréttindi í grunnskóla. Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs.
Einnig óskum við eftir
stuðningsfulltrúa í kennsluteymi 1. – 4. árgangs og
umsjónarmanni Frístundar sem rekin er frá 13:00 – 16:00 fjóra daga vikunnar. Umsækjendur geta hvort heldur sótt um bæði störfin og er þá um fullt starf að ræða eða annað hvort og yrði þá um hlutastarf að ræða.
Við óskum einnig eftir
starfsmanni til að sinna starfi með nemendum annars vegar,
þvert á árganga og hins vegar starf sem unnið er með stjórnunarteymi skólans.
Starfið er tvíþætt. Fram yfir hádegi er vinna með nemendum skólans og öðru starfsfólki við ýmis dagleg störf í skólanum en síðari hluta dags vinnur starfsmaðurinn með stjórnunarteymi skólans að umhirðu húsnæðis og skólalóðar auk þess sem hann sinnir ýmsum erindum.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá, upplýsingar um reynslu, áhugasvið og með kennaraumsókn skulu fylgja einkunnir.
Umsóknarfrestur er til 4. júlí 2014.
Frekari upplýsingar veitir skólastjóri
Ingveldur Eiríksdóttir
Farsími: 8526264
Netfang:
ingveldur@thorshafnarskoli.is