Nú er Grunnskólinn á Þórshöfn af hefja sitt þriðja Nordplus verkefni með vinaskólum okkar í Pärnu, Eistlandi og Skujene, Lettlandi. Að þessu sinni er yfirskrift verkefnisins "Creation Through NFL" sem gæti á íslensku verið þýtt sem "Skapandi skólastarf" sem skólarnir í Langanesbyggð hafa verið að leggja áherslu síðast liðin ár. Markmið verkefnisins er að í vor verði gefin út bók sem fjallar um menningu og matarvenjur þessa þriggja þjóða, frá sjónarhorni nemenda og tengt þeirra upplifun á löndum í heimsóknum verkefnisins. Við byrjum með að taka á móti 5 nemendum frá hverjum skóla í næstu viku og læt ég fylgja með dagskrána í grófum dráttum. Í vali í GÞ er Nordplus hópur sem hefur yfirumsjón með heimsókninni og munu gestir okkar vera í gistingu hjá þeim nemendum. Frá skólunum koma einnig kennarar frá báðum löndum og þau munu vera hjá í gistingu hjá Vilborgu og Nik. Þrír nemendur úr okkar hópi munu fara með til Reykjavíkur til að taka á móti gestunum og ferðast með okkur norður. Þegar norður er komið mun hópurinn fyrst fara til Bakkafjarðar og heimsækja skólann þar, gista eina nótt og upplifa lífið á Bakkafirði. Að þessu sinni munum við einnig heimsækja Vopnafjörð en stefnt að því að koma til Þórshafnar miðvikudagskvöld 10. september. Nemendur frá Þórshöfn, bæði þeir sem eru í Nordplus vali og aðrir, eru velkomnir á Bakkafjörð til gistingar og skemmtunar. Umsjónarkennarar, Árni og Hanna, munu hafa umsjón með því en gert er ráð að hittast á Bakkafirði að kvöldi þriðjudag 9.september. Eitt af markmiðum þessarar heimsóknar er að allir okkar gestir fái að upplifa réttir, þannig að við biðjum þá foreldra sem eru með gesti að reyna haga því þannig að á laugardeginum 13.september komist allir í réttir. Við vitum að þann dag verður réttað í Gunnarsstaðarétt, Hvammsrétt, Dalsrétt og Miðfjarðarnesi. Sjálfsagt er það einnig á fleiri bæjum. Skipulagðar eru síðan ferðir héðan til Eistlands og Lettland í janúar og svo aftur í maí þar sem 5 nemendur fara frá okkur í hvora ferð. Önnur heimsókn til Íslands verður í maí. Gaman er einnig að segja frá því að í tengslum við þetta verkefni fer skiptinám fram á þessu skólaári á þá leið að til okkar kemur nemandi í 9. bekk, Loona Kauge sem verður með okkur fram að jólum. Mun hún búa hjá Önnu Maríu. En svo í desember mun Anna María fara með henni til Pärnu og ganga í skóla þar fram á vorið. Loona hefur áður komið hingað til Þórshafnar og leist henni svo vel á sig að hún óskaði eftir að fá að koma í skiptinám hingað. Við biðjum ykkur, foreldra, um að hika ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is