Svala og Kristín verkalýðshetjurnar okkar á góðri stundu Í vetur kennir Þorsteinn Ægir skyndihjálp öllum nemendum skólans í 7. - 10. árgangi. Við erum afskaplega stolt að geta boðið upp á þetta nám hér í skólanum. Verkalýðsfélag Þórshafnar styrkir skólann veglega með því að greiða bókakostnaðinn og þökkum við kærlega fyrir þann góða styrk. Hér á eftir fylgir námskeiðslýsingin en hér eru á ferðinni 18 kest. námskeið. Markmið: Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra og kynnast skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Viðfangsefni:Kynning: hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði: streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar: tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð: að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi: brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi). Skyndihjálp framhald: nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt. Þrátt fyrir mörg atriði þá verður farið mis mikið í þau þ.e.a.s. sumt er batra að kunna en annað. Verklag: Fyrirlestur, umræður, verklegar æfingar og sýnikennsla
Langanesvegi 20 | 680 Þórshöfn Sími kennarastofu 468-1454 Sími skólastjóra 468-1164 |
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda:
Árni - 468-1454 arni@thorshafnarskoli.is
Hilma - 468-1164 hilma@thorshafnarskoli.is