Góðar gjafir frá Styrktarfélagi barna með einhverfu

Ásdís aðstoðarskólastjór, Sóley sérkennari og Sveinbjörg sérkennari með gjafirnar góðu. Styrktarfélag barna með einhverfu var stofnað í mars 2013. Tilgangur félagsins er að vekja athygli á einhverfu og styðja við og styrkja málefni er varða börn með einhverfu með fjáröflunum og frjálsum framlögum. Í ár var öll áhersla lögð á að safna fyrir sérkennslugögnum fyrir börn með einhverfu á yngsta stigi grunnskóla. Söfnun fór fram í átakinu ,,Blár apríl" ásamt áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni. Söfnunin gekk vonum framar og hægt var að kaupa sérkennslugögn að andvirði 4.350.000 kr og fá því allir grunnskólar á landinu glaðning frá félaginu. Sérkennslugögnin sem voru keypt eru svokallaðar kúlusessur og heyrnarhlífar og fékk Grunnskólinn á Þórshöfn það afhent í dag. Við þökkum félaginu kærlega fyrir góðar gjafir sem munu nýtast okkur hér mjög vel.