Góðar gjafir frá foreldrafélaginu

Stjórn foreldrafélags grunnskólans færði okkur veglegar gjafir í morgun. Það voru 20 snjóþotur og vatnsvél sem bæði kælir vatn og býður upp á vatn með kolsýru. Vélin verður sett upp á suðurganginum en er ætluð öllum nemendum skólans. 

Við þökkum fyrir góðar gjafir!